Listamannsspjall með súpu - Linda Steinþórsdóttir

Þriðjudagur, 28. nóvember 2023

Þriðjudaginn 28. nóvember, kl. 12:00, mun listamaðurinn Linda Steinþórsdóttir taka á móti gestum í spjall og leiðsögn um sýningu sína Endurlit/Hindsight í Bíósal Duus Safnahúsa.

Boðið verður upp á súpu með listamannsspjallinu, en þetta er síðasti sýningardagurinn.

Verið velkomin!
Aðgangur er ókeypis.

Listamaðurinn Linda Steinþórsdóttir sækir innblástur til naumhyggju annars vegar og til expressjónisma hins vegar, þar finnur hún rými til að spegla eigin persónu og reynslu í gegnum afar persónulega náttúruskoðun, sem miðlað er áfram til áhorfandans. Formin í verkum Lindu leitast við að miðla flóknu samspili manns og náttúru sem á sama tíma er sjálfstæð upplifun í gegnum myndverk listamannsins.
Verkin eru oft áferðamikil, þar sem endurvarp myndanna minna á Ísland, hörð og ber náttúra er tjáð á striga í gegnum endurlit og íhugun listamannsins þar sem uppeldislandsins er minnst með formum og áferðum sem koma upp í minningalandi Lindu.
Linda reynir að feta mjóan stíg þar sem áhorfandinn skynjar spennu milli hins óvænta, hins nýja, hins flæðandi og hins kunnuglega. Einfaldleiki litrófs listamannsins má mögulega rekja til naumhyggju en áferðir myndverkanna eru þó mun tjáningaríkari, þannig kallast tvær ólíkar stefnur á innan sama striga í verkum listamannsins.
Það er mikill fengur í að fá Lindu Steinþórsdóttur til að opna í Bíósal Duus menningarhúsa í tilefni að Ljósanótt 2023. Listamaðurinn hefur alið flest sín fullorðins ár í Austurríki, því gefst íbúum Reykjanesbæjar ekki oft færi á að njóta myndverka listamannsins í uppeldisbæ hennar.
 
Linda Steinþórsdóttir fæddist í Keflavík árið 1968. Hún lærði fjölmiðlafræði og listasögu við háskólann í Salzburg einnig hefur hún stundað nám við International Summer Academy for Fine Arts í Salzburg hjá Varda Caivano.
Linda er meðlimur SÍM hún er ein af skipuleggjendum alþjóðlega málþingsins Art DIAGONALE Traunkunst 2016/ í samstarf við Museum Angerlehner / ART DIAGONALE II á Korpúlfsstöðum Reykjavík 2017, í samstarfi við Samband Íslenskra Myndlistamanna.
 
//
 
Tuesday, November 28th at 12 pm the artist Linda Steinþórsdóttir will talk about her exhibition Endurlit / Hindsight in Bíósalur at Duus.

The Artist Talk will be held in Icelandic but questions are welcome in English.
 
Soup will be served as it is the last day of the exhibition Hindsight.
 
Everyone is welcome!
Entrance is for free
 
The artist Linda Steinþórsdóttir seeks inspiration in Minimalism on the one hand and in Expressionism on the other, where she finds room to reflect her own personality and experiences through a very intimate examination of nature, that she communicates to the viewer. The shapes and forms in Linda’s works strive to express the complex interactions between humans and nature, while being, at the same time, an independent experience through the artist’s visual work.
The works are often quite textured, and the projection of the visuals are reminiscent of Iceland, the harsh and bare nature is expressed onto canvas via the artist’s retrospection and introspection, remembering the land of her upbringing with shapes and textures conjured up from her field of memory.
Linda attempts to follow a narrow path where the viewer can sense the tension between the unexpected, the novel, the flowing, and the familiar. The artist’s simple colour palette may possibly be traced to minimalism, but the texture of the works is that more expressive, and thus two very different movements interact on the same canvas in the artist’s work.
It is a great gain for the museum to have Linda Steinþórsdóttir exhibiting in the Bíósalur hall in Duus Museum during the Night of Lights 2023. As she has spent most of her adulthood in Austria, we here in Reykjanes do not often get the chance to enjoy her work in the hometown of her youth.
 
Linda Steinþórsdóttir was born in Keflavík in 1968. She studied journalism and art history at Salzburg University and has also studied at the International Summer Academy for Fine Arts in Salzburg with Varda Caivano.
Linda is a member of SÍM, she was also one of the coordinators of the international convention Art DIAGONALE Traunkust 2016 / Collaboration with Museum Angerlehrer / ART DIAGONALE II in Korpúlfsstaðir in Reykjavik 2017 in collaboration with SÍM.
 
Sýningar/Exhibitions
2023 Artospäre, schloss puchenau, Austurríki
2023 Burn in, Vínarborg, Austurríki
2022 Holon, wels Austurríki
2022 Kunst leben Leidenschaft, 10 Jahre museum Angerlehner die Sammlungsschau, Thalheim bei Wels, Austurríki
2022 Die kunstsammlung des Landes oberösterreich, linz Austrurríki
2022 Kunstpfad, Linz, Austurríki
2021 Art Innsbruck, Austurríki
2021 Gegnerhaus, Abtsdorf, Attersee
2020 Burn in, Vínarborg, Austurríki
2020 Hannesarholt, Reykjavík, Ísland
2019 Art fair leibzig,, Þýskalandi
2018 Art Diagonale III, Museum Angerlehner, Talheim/ Wels, Austurríki
2018 Galerie Sturm&Drang, Linz, Austurríki
2017 Hannesarholt, Reykjavík, Ísland
2017 Gallery 67, Reykjavík, Ísland
2017 Art Diagonale – Korpúlfsstaðir – Reykjavík, Ísland
2017 Galeriehaus, Wels, Austurríki
2016 Art Diagonale Traunkunst, Museum Angerlehner, Talheim/ Wels, Austurríki
2016 Grundsteingasse, Vinarborg, Austurríki
2016 Galeriehaus, Wels, Austurríki
2015 Galerie „Rainer Füreder“ Oberneukirchen, Austurríki
2015 Lifandi Markaður, Reykjavík Ísland
2014 Orkusýn, Hellisheiði, Ísland
2014 Galerie Forum „Konzentration“ Wels, Austurríki
2013 Galerie Halle, Linz, Austurríki
2012 Hofkabinett, Linz, Austurríki
2011/12 Podium, Vinarborg, Austurríki
2009, 10,11 Remich, Lúxemborg
2014 100 Frauen, ein Kunstwerk, Altstadt Linz, Austurríki
2014 Galeriehaus, Wels,, Austurríki
2013 Hofkabinett, Linz, Austurríki
2011/12 Academy, Franz, Salzburg, Austurríki
2011 Ráðhús, Reykjavík, Ísland
2008,09 Room Service, Vínarborg, Austurríki
2005,-15 Árleg þátttaka á Ljósanótt, Icelandair Flughótel Keflavík Ísland
 
Verk í eigu safna/Works in Museum Collections
3 verk, Museum Angerlehner, www.museum-angerlehner.at
1 verk, Museen der Stadt Linz, https://www.nordico.at/
 
Instagram: linda_steinthorsdottir
Facebook: L.Stein
 
Atilier Einfach
Linda Steinthorsdóttir
Waltherstrasse 14
4020 Linz
 
Atelier L.STEIN
Coulinstrasse 1
4020 Linz
Austurríki