Master Hilarion ómar á Ljósanótt

Föstudagur, 1. september 2023

Master Hilarion ómar með bæjarbúum og öðrum gestum inn í Ljósanótt 2023.
 
Föstudaginn 1. september, kl. 17:30 - 18:10, tekur Master Hilarion á móti fólki í Listasafni Reykjanesbæjar. Hann er með heilandi nærveru og leiðir alla inn í víddir hugans.
 
Master Hilarion var prestur í musteri sannleikans á Atlantis og varð síðar einn af meisturum hinnar fornu speki þeirra upprisnu. Hann velur ákveðna mannveru af kostgæfni til þess að endurholdgast í og nú er það Snorri Ásmundsson.
 
Master Hilarion er heilari sem skapað hefur nýja tegund af jóga sem nefnist Sana Ba Lana Yoga og miðar að því að allir geti tekið þátt á einfaldan hátt.
 
Ógleymanleg upplifun sem enginn má missa af og telst viðeigandi fyrir alla aldurshópa.
 
Einungis þarf að mæta, jógadýnur og aðrir aukahlutir eru óþarfir.
 
Verið öll hjartanlega velkomin!
 
//
 
Master Hilarion chants with guests of the town festival Night of Lights 2023.
 
Friday, September 1st at 5:30 to 6:10 pm. Master Hilarion invites people to meet him at Reykjanes Art Museum. He has a healing presence and will lead them into the dimensions of the mind.
 
Master Hilarion was a priest in the temple of truth in Atlantis, and later became a master of the ancient wisdom of the risen. He sagely selects particular people for his reincarnate, and this time it was Snorri Ásmundsson who was chosen.
 
Master Hilarion is a healer who has created a new form of Yoga called Sana Ba Lana Yoga that is designed so that everyone can participate in a simple way.
 
An unforgettable experience not to be missed and suitable for all age groups.
 
All you have to do is show up, yoga mats and other accessories are unnecessary.
 
All are welcome!